- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar sigur Hauka í röð – fyrsta tap HK í fimm leikjum

Berta Rut Harðardóttir, Haukum, skoraði fimm mörk fyrir Hauka í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar unnu í kvöld annan leik sinn í röð í Olísdeild kvenna er liðið lagði HK, 30:27, í upphafsleik 8. umferðar í Kórnum. Grunnurinn var lagður í fyrri hálfleik þegar Haukaliðið var mikið sterkara á báðum endum vallarins og fór með sex marka forskot inn í hálfleikinn, 17:11.


Þetta var um leið fyrsta tap HK í síðustu fimm leikjum en liðið hafði unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Varnarleikur liðsins var ekki sannfærandi lengi vel í leiknum og sóknarleikurinn var heldur ekki sannfærandi. E.t.v. ekki óeðlilegt hjá ungu liði. Miklu munaði einnig að Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en komið var inn í síðari hálfleik.


Haukar bættu við forskot sitt framan af síðari hálfleik og náði um skeið átta marka forystu, 21:13. Eftir það kom mikið áhlaup hjá HK sem minnkaði muninn í tvö mörk, 24:22. Nær komst liðið ekki. Haukar héldu sjó og unnu sanngjarnan sigur.


Skarð var fyrir skildi hjá HK að Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hlaut mjög slæma byltu þegar 40 sekúndur voru til loka fyrri hálfleiks. Hún kom ekkert meira við sögu. Vonandi hefur hún ekki hlotið alvarleg meiðsli.


Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5/1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 4/2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Karen Kristinsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 8, 27,6% – Ingibjörg Gróa Guðmundsóttir 3, 25%.
Mörk Hauka: Ásta Björt Júlíusdóttir 10/7, Birta Lind Jóhannsdóttir 5, Berta Rut Harðardóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Sara Odden 4, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 10, 27,5%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðuna í Olísdeildinni og næstu leiki er að finna hér.

handbolti.is fylgdist með leikjum kvöldsins í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -