- Auglýsing -
Aldís Ásta Heimisdóttir og liðsfélagar í Skara HF standa vel að vígi í undanúrslitarimmu við Skuru eftir annan sigur í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, 28:27. Leikið var í Skuru. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12.
Aldís Ásta var frábær í leiknum. Hún skoraði sex mörk og gaf fimm stoðsendingar. Akureyringurinn skaraði framúr í Skaraliðinu ásamt Melanie Felber.
Þriðja viðureign liðanna fer fram í Skara á sumardaginn fyrsta. Með sigri í þeim leik kemst Skara í úrslit gegn annað hvort IK Sävehof eða H65 Hörr.
Eins og í fyrsta leiknum var viðureignin afar jöfn og spennandi. Aldísi og félögum tókst að koma í veg fyrir framlengingu eins og á heimavelli fyrir helgina.
- Auglýsing -