- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar sigur í röð og staðan vænkast

Lið Ribe-Esbjerg. Íslendingarnir þrír eru framarlega á myndinni, Gunnar Steinn Jónsson, Daníel Þór Ingason og Rúnar Kárason. Mynd/Ribe Esbjerg
- Auglýsing -

Danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg, sem þrír íslenskir handknattleiksmenn leika með, vann í kvöld annan leik sinn í röð í deildinni og hefur þar með mjakast aðeins nær liðunum sem eru nær miðju deildarinnar. Ribe-Esbjerg vann að þessu sinni botnliðið Lemvig, 31:22, á heimavelli eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:9.

Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í átta skotum fyrir Ribe-Esbjerg og átti tvær stoðsendingar. Daníel Þór Ingason átti eitt markskot sem geigaði en var á vaktinni í vörninni eins og venjulega. Gunnar Steinn Jónsson hafði sig lítt í frammi að þessu sinni.
Ribe-Esbjerg var með yfirburði í leiknum og náði mest 11 marka forskoti, 27:16, áður slakað var aðeins á klónni undir lokin.


Eftir að hafa setið nánast fast í 12. sæti af 14 liðum um langt skeið er Ribe-Esbjerg komið upp í 11. sæti með 13 stig að loknum 17 leikjum. Fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Styttra en nú orðið upp í liðin um miðja deild þar sem keppnin er einna jöfnust. Átta efstu liðin taka þátt í úrslitakeppni um danska meistaratitilinn í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -