- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar sigurleikurinn í röð

Gretar Ari Guðjónsson, handknattleiksmarkvörður franska liðsins Nice. Mynd/Cavigal Nice handball
- Auglýsing -

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, og samherjar hans í franska handknattleiksliðinu Nice unnu í kvöld sinn annan leik í röð er þeir lögðu Besancon, 30:23, á heimavelli í B-deildinni. Nice er þar með komið upp í áttunda sæti með fimm stig þegar sjö leikir eru að baki. Liðið virðist vera að ná sér vel á strik eftir erfiða byrjun í deildarkeppninni og nauma ósigra.

Eftir því sem næst verður komist varði Grétar Ari 10 skot, var með liðlega 30% hlutfallsmarkvörslu. Hann stóð allan leikinn í markinu, reyndar eins og hann hefur gert í undanförnum viðureignum liðsins eftir að hann jafnaði sig á ökklameiðslum sem plöguðu hann í upphafi móts.

Nice var með tögl og hagldir í leiknum í dag frá upphafi til enda og hafði m.a. sex marka forystu eftir fyrri hálfleik, 16:10.

Næsti leikur hjá Grétari Ara og samherjum verður á útivelli við Saran á föstudagskvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -