Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hefur tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi undir árslok. Íslenska liðið vann það ísraelska í síðari umspilsleiknum í kvöld örugglega, 31:21, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 16:11.
Samanlagt vann íslenska liðið leikina tvö 70:48. Leiknum í gær lauk með 12 marka mun, 39:27.
Mörk Íslands: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 8/2, Steinunn Björnsdóttir 3, Dana Björg Guðmundsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Andrea Jacobsen 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Sandra Erlingsdóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 12, 36,4%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.