Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elísson eru komnir til Herning í Danmörku þar sem þeir verða dómarar í leikjum milliriðils eitt en keppni í honum hefst á morgun. Þeir félagar halda sem sagt áfram keppni í milliriðlum EM eins íslenska landsliðið.
Oft er dómarapörum fækkað þegar líður á stórmót og leikjum fækkar en það er góðs viti fyrir Anton Gylfa og Jónas að þeir verða í eldlínunni í leikjum milliriðlakeppninnar. Þeir hafa dæmt tvo leiki til þessa, annars vegar upphafsleik mótsins á milli Spánverja og Serba í Jyske Bank Boxen í Herning og hins vegar leik Tékklands og Úkraínu í Bærum í Noregi.
Þrír leikir fara fram í milliriðli eitt á morgun, fimmtudag: Þýskaland – Portúgal, Frakkland – Danmörk og Spánn og Noregur. Hugsanlegt er að Anton Gylfi og Jónas dæmi einn þeirra leikja.


