- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Anton og Jónas dæma upphafsleik EM – Spánverjar á leik Íslands og Ítalíu

- Auglýsing -

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elísson dæma annan af tveimur upphafsleikjum Evrópumóts karla í handknattleik á fimmtudaginn. Þeir félagar dæma viðureign Spánar og Serbíu sem hefst klukkan 17 í Jyske Bank Boxen í Herning. Á sama tíma flauta Litáarnir Tomas Barysas og Povilas Petrušis til leiks Frakka og Tékka í Unity Arena í Bærum í Noregi.

Fjórða EM hjá Antoni og Jónasi

Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð í karlaflokki sem Anton og Jónas dæma saman en sjötta mótið sem Anton Gylfi tekur þátt í. Hann dæmdi á EM karla 2012 með Hlyni Leifssyni. Auk þess dæmdu Anton og Hlynur saman á EM kvenna 2008 í Norður-Makedóníu.

Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í dag hverjir dæma fyrstu 12 leiki mótsins sem fram fara á fimmtudag, föstudag og laugardag.

Spænsku dómararnir Andreu Marín og Ignacio Garcia ræða við Viktor Gísla Hallgrímsson markvörð eftir leik Króatíu og Íslands á HM fyrir ári. Marín og Carcia dæma viðureign Íslands og Ítalíu á föstudag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Ekki í fyrsta sinn

Spánverjarnir Andreu Marín og Ignacio Garcia dæma viðureign Íslands og Ítalíu á föstudaginn í Kristianstad. Þeir félagar hafa oft dæmt leiki íslenska landsliðsins á stórmótum og má þar m.a. nefna viðureign Króatíu og Íslands á HM á síðasta ári og viðureign Íslands og Noregs um 5. sætið á EM 2022.


Alls dæma 17 dómarapör leiki Evrópumótsins:

Amar Konjicanin / Dino Konjicanin (Bosnía).

Mads Hansen / Jesper Madsen (Danmörk).

Marko Boricic og Dejan Markovic (Serbía)

Javier Alvarez Mata / Lopez Yon Bustamante (Spánn).

Andreu Marín / Ignacio Garcia (Spánn).

Robert Schulze / Tobias Tönnies (Þýskaland).

Adam Biro / Oliver Kiss (Ungverjaland).

Jónas Elíasson / Anton Gylfi Pálsson (Ísland).

Tomas Barysas / Petrusis Povilas (Litáen).

Igor Covalciuc / Alexei Covalciuc (Moldóva).

Dimitar Mitrevski / Blagojche Todorovski (N-Makedónía).

Ivan Pavicevic / Milos Raznatovic (Svartfjallaland).

Lars Jørum / Kleven Havard (Noregur).

Daniel Accoto Martins / Roberto Accoto Martins (Portúgal).

Bojan Lah / David Sok (Slóvenía).

Mirza Kurtagic / Mattias Wetterwik (Svíþjóð).

Kursad Erdogan / Ibrahim Özdeniz (Tyrkland).

  • Nöfn þeirra sem dæma á EM karla í fyrsta sinn eru skáletruð.
  • Tékknesku dómararnir Vaclav Horacek og Jiri Novotny drógu sig úr leik eftir að dómaralistinn var birtur í haust. Annar þeirr er meiddur.
  • Til viðbótar var þátttaka Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður Makedóníu afþökkuð á dögunum eftir að sterkur grunur vaknaði um að þeir hafi sent inn falsaðar myndbandsupptökur frá þrekæfingum.

EM 2026.

Loksins var sagt, hingað og ekki lengra


Eitt þekktasta dómaraparið grunað um fölsun – útilokaðir frá EM

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -