Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elísson dæma annan af tveimur upphafsleikjum Evrópumóts karla í handknattleik á fimmtudaginn. Þeir félagar dæma viðureign Spánar og Serbíu sem hefst klukkan 17 í Jyske Bank Boxen í Herning. Á sama tíma flauta Litáarnir Tomas Barysas og Povilas Petrušis til leiks Frakka og Tékka í Unity Arena í Bærum í Noregi.
Fjórða EM hjá Antoni og Jónasi
Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð í karlaflokki sem Anton og Jónas dæma saman en sjötta mótið sem Anton Gylfi tekur þátt í. Hann dæmdi á EM karla 2012 með Hlyni Leifssyni. Auk þess dæmdu Anton og Hlynur saman á EM kvenna 2008 í Norður-Makedóníu.
Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í dag hverjir dæma fyrstu 12 leiki mótsins sem fram fara á fimmtudag, föstudag og laugardag.

Ekki í fyrsta sinn
Spánverjarnir Andreu Marín og Ignacio Garcia dæma viðureign Íslands og Ítalíu á föstudaginn í Kristianstad. Þeir félagar hafa oft dæmt leiki íslenska landsliðsins á stórmótum og má þar m.a. nefna viðureign Króatíu og Íslands á HM á síðasta ári og viðureign Íslands og Noregs um 5. sætið á EM 2022.
Alls dæma 17 dómarapör leiki Evrópumótsins:
Amar Konjicanin / Dino Konjicanin (Bosnía).
Mads Hansen / Jesper Madsen (Danmörk).
Marko Boricic og Dejan Markovic (Serbía)
Javier Alvarez Mata / Lopez Yon Bustamante (Spánn).
Andreu Marín / Ignacio Garcia (Spánn).
Robert Schulze / Tobias Tönnies (Þýskaland).
Adam Biro / Oliver Kiss (Ungverjaland).
Jónas Elíasson / Anton Gylfi Pálsson (Ísland).
Tomas Barysas / Petrusis Povilas (Litáen).
Igor Covalciuc / Alexei Covalciuc (Moldóva).
Dimitar Mitrevski / Blagojche Todorovski (N-Makedónía).
Ivan Pavicevic / Milos Raznatovic (Svartfjallaland).
Lars Jørum / Kleven Havard (Noregur).
Daniel Accoto Martins / Roberto Accoto Martins (Portúgal).
Bojan Lah / David Sok (Slóvenía).
Mirza Kurtagic / Mattias Wetterwik (Svíþjóð).
Kursad Erdogan / Ibrahim Özdeniz (Tyrkland).
- Nöfn þeirra sem dæma á EM karla í fyrsta sinn eru skáletruð.
- Tékknesku dómararnir Vaclav Horacek og Jiri Novotny drógu sig úr leik eftir að dómaralistinn var birtur í haust. Annar þeirr er meiddur.
- Til viðbótar var þátttaka Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður Makedóníu afþökkuð á dögunum eftir að sterkur grunur vaknaði um að þeir hafi sent inn falsaðar myndbandsupptökur frá þrekæfingum.
Loksins var sagt, hingað og ekki lengra
Eitt þekktasta dómaraparið grunað um fölsun – útilokaðir frá EM


