- Auglýsing -
- Auglýsing -

Anton varði vítakast og tryggði Val bronsverðlaun

Piltarnir úr Vals sem hrepptu bronsverðlaun á Balaton Cup í dag. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Strákarnir í 4. flokki Vals unnu liðsmenn þýska liðsins Füchse Berlin með eins marks mun í hnífjöfnum leik þar sem úrslitin réðust í vítakeppni í viðureign um þriðja sætið á Balaton Cup handknattleiksmótinu í Veszprém í Ungverjalandi. Lokatölur 40:39 fyrir Val eftir að Anton Máni Francisco Heldersson, markvörður Vals, varði síðasta vítakastið frá leikmönnum Berlínarliðsins reyndust afar harðsnúnir.

Gunnar Róbertsson skoraði 12 mörk og var markahæstur hjá Val. Starkarður Björnsson skoraði 7 mörk, Bjarki Snorrason 6, Logi Finsson 5, Jóhann Ágústsson 4 og Örn Kolur Kjartansson og Kári Steinn Guðmundsson 3 skoruðu þrjú mörk hvor.

Í annað sinn á mótinu var Gunnar Róbertsson valinn maður leiksins.

Valur hefur þar með lokið keppni á mótinu sem nú var haldið í 32. sinn. Til mótsins var boðið sjö efnilegum handknattleiksliðum pilta sem fæddir eru árið 2008. Áttunda liðið er heimaliðið, Veszprém. Auk Füchse Berlin lék Valur á móti Haslum frá Noregi, Barcelona frá Spáni og Veszprém.

Framundan er verðlaunaafhending en Valsliðið fer heim til Íslands á morgun reynslunni ríkara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -