- Auglýsing -
- Auglýsing -

Apelgren stýrir sænska landsliðinu samhliða þjálfun Pick Szeged

Michael Apelgren nýr þjálfari sænska karlalandsliðsins í handknattleik. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Michael Apelgren var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik karla. Hann tekur við af Glenn Solberg sem hætti fyrirvaralaust í síðasta mánuði eftir hálft fimmta ár í starfi og prýðilegan árangur.

Apelgren þekkir vel til starfsins því hann hefur verið aðstoðarmaður Solberg undanfarin tvö ár. Samhliða þjálfun sænska landsliðsins verður Apelgren áfram þjálfari ungverska liðsins Pick Szeged sem Janus Daði Smárason leikur með.

Átta ár eru síðan Svíi var síðasta þjálfari sænska karlalandsliðsins. Áður en Norðmaðurinn Solberg tók við 2020 var Kristján Andrésson landsliðsþjálfari frá 2016.

Fljótlega nefndur til sögunnar

Apelgren var fljótlega orðaður við starfið eftir afsögn Solbergs í síðasta mánuði. Hann er fertugur að aldri og var m.a. nefndur til sögunnar þegar Handknattleikssamband Íslands leitaði að eftirmanni Guðmundur Þórðar Guðmundssonar á fyrri hluta síðasta árs.

Meistari í tveimur löndum

Apelgren hóf af alvöru þjálfaraferilinn hjá norska liðinu Elverum. Undir hans stjórn vann liðið meistaratitilinn sex ár í röð frá 2015 til 2020. Eftir það tók Apelgren við IK Sävehof í heimalandi sínu og varð Apelgren meistari með liðinu 2021 og í vor sem leið. Einnig vann Apelgren bikarkeppnina með liðinu vorið 2022.

Lék heima og að heiman

Apelgren var liðtækur handknattleiksmaður og lék m.a. með sænskum og spænskum félagsliðum en lauk ferlinum hjá Elverum sem spilandi þjálfari tvö fyrstu árinu 2014 til 2016. Apelgren lék fimm sinnum með sænska landsliðinu árið 2007.

Fyrsta stóra verkefnið

Fyrsta stóra verkefni Apelgren í stól landsliðsþjálfara verður þátttaka á HM í janúar. Sænska landsliðið verður í riðli Spánverjum, Japönum og Chilebúum.

Baktjaldamakk á ÓL

Þrátt fyrir góðan árangur undir stjórn Solberg frá 2020 kraumaði undir óánægja með stjórnarhætti hans og leikskipulag. Sænskir fjölmiðlar, þar á með SVT, sögðu í síðustu viku frá baktjaldamakki vegna leikskipulagsins innan herbúða landsliðsins meðan á Ólympíuleikunum í Frakklandi stóð í sumar. Mun það m.a. orðið til að Solberg axlaði sín skinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -