- Auglýsing -
Argentína vann Brasilíu, 26:25, í úrslitaleik Mið- og Suður-Ameríkukeppninnar í handknattleik karla sem staðið hefur yfir í Paragvæ síðustu daga. Keppnin er að þessu sinni undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Frakklandi og Þýskalandi eftir ár.
Fjögur efstu lið mótsins tryggðu sér farseðilinn á HM 2027. Auk Argentínu og Brasilíu mega Chile og Úrúgvæ senda til þátttöku á HM. Chile lagði Úrúgvæ, 36:29, í úrslitaleik um bronsið. Í næstu sætum á eftir komu gestgjafar mótsins, Paragvæ, og Perúbúar.
Undankeppni HM fyrir Afríku og Asíu er vel á veg komin og lýkur á næstu dögum fyrir lok vikunnar.
- Auglýsing -



