Landslið kvenna, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði fyrir A-landsliði Grænlands í fyrri vináttuleik liðanna í Safamýri í gærkvöld, 31:29. Grænlenska liðið var marki yfir í hálfleik, 14:13. Liðin mætast á ný á laugardaginn sennilega á sama stað og í gær en engar staðfestar upplýsingar eru að finna á vef HSÍ.
Eftir því sem fram kemur á Handkastinu skoraði Arna Karítas Eiríksdóttir sjö mörk fyrir íslenska landsliðið. Dagmar Guðrún Pálsdóttir skoraði fimm mörk og Guðrún Hekla Traustadóttir fjögur.
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir og Sif Hallgrímsdóttir vörðu fimm skot hvor í markinu.
Grænlenska landsliðið hefur verið við æfingar hér á landi síðustu dag en æfingabúðirnar eru hluti samstarfs handknattleikssambanda Íslands og Grænlands.
Treysta samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja