Amo HK og IFK Kristianstad hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum sæsku bikarkeppninnar í handknattleik karla. Amo vann allar þrjár viðureignir sínar í fjórða riðli fyrsta stigs keppninnar. Síðasti sigurinn var innsiglaður í kvöld í heimsókn til Drott, 36:24. Arnar Birkir skoraði ekki mark fyrir Amo HK.
Einar Bragi Aðalsteinsson og liðsfélagar í IFK Kristianstad unnu H32 Lund HF, 33:22. Einar Bragi skoraði fjögur mörk. Kristianstad hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í öðrum riðli og á eftir viðureign gegn Redbergslid. Hvernig er sá leikur fer er Kristianstad öruggt um sæti í 16-liða úrslitum bikarsins.
Eggert Sverrir Kristjánsson og liðsmenn Vinslövs fara tæplega lengra í bikarkeppninni á tímabilinu. Vinslövs tapaði fyrir Svíþjóðarmeisturum, Ystads IF, 36:24, í kvöld. Til þess að komast áfram þarf Vinslövs að leggja HK Aranäs með miklum mun í síðustu umferð í riðli eitt. Dagur Sverrir skoraði tvö mörk í Ystad í kvöld.