- Auglýsing -
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari verður ekki í leikbanni í síðasta leik íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu á laugardaginn gegn færeyska landsliðinu. Arnari var sýnt rauða spjaldið á síðustu mínútu leiksins í kvöld þegar hann hafði fengið sig fullsaddan á dómgæslunni hjá Slóvökunum, Andrej Budzak og Michal Zahradnik.
Arnar hafði áður fengið gult spjald og tvær mínútur fyrr í leiknum í kvöld. Refsing hans var fyrir stighækkandi brot vegna mótmæla.
HSÍ staðfesti í tilkynningu til íslenskra fjölmiðlamanna í Dortmund í kvöld að sambandið hafi fengið staðfest að rauða spjaldið mun ekki leiða til leikbanns á Arnar.
- Auglýsing -


