-Auglýsing-

Arnar Freyr fagnaði sigri – Einar Þorsteinn sá rautt

- Auglýsing -

Arnar Freyr Arnarsson og liðsfélagar í MT Melsungen eru óðum að ná sér á strik eftir erfiða byrjun í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þeir unnu HSV Hamburg, 32:28, á heimavelli í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson leikmaður HSV Hamburg fékk rautt spjald þegar hálf ellefta mínúta var til leiksloka.

Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen sem hafði sex marka forskot í hálfleik, 19:13.


Dainis Krištopāns skoraði átta mörk fyrir Melsungen og var markahæstur. Mohamed Amine Darmoul var næstur með fimm mörk.

Moritz Sauter var atkvæðamestur leikmanna HSV með sjö mörk. Nicolaj Jørgensen skoraði sex sinnum.

MT Melsungen er komið upp í 10. sæti af 18 liðum með fimm stig eftir sex leiki. Hamborg er í næsta sæti fyrir neðan, einnig með fimm stig.


Reynir Þór Stefánsson var ekki í leikmannahóp MT Melsungen.

  • Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -