- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Freyr hafði betur í uppgjöri Íslendinga í bikarnum

Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins MT Melsungen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

MT Melsungen komst í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld með sannfærandi sigri á liðsmönnum Rúnars Sigtryggssonar í SC DHfK Leipzig, 27:21, í Leipzig í 16-liða úrslitum. Melsungen var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn reyndist leikmönnum Leipzig erfiður.


Elvar Örn Jónsson missti af þriðja leiknum í röð með Melsungen vegna meiðsla. Hann tognaði á kviðvöðva undir lok leiks við Eisenach síðla í nóvember. Um erfið meiðsli er að ræða.

Var með að vanda

Arnar Freyr Arnarsson, sem valinn var í lið 16. umferðar í byrjun vikunnar eftir frábæran leik gegn Magdeburg á sunnudaginn, var að vanda með Melsungen. Hann skoraði tvisvar sinnum og lét einnig til sín taka í vörninni.

Viggó með fjögur

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Leipzig, tvö þeirra úr vítaköstum en hann nýtti bæði skot sín frá sjö metra línunni. Hann gaf einnig tvær stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki mark að þessu sinni en átti tvær stoðsendingar.

Efstu liðin mættust

Tveir leikir til viðbótar fóru fram í 16-liða úrslitum í bikarkeppninnar í kvöld. Füchse Berlin, sem situr í efsta sæti 1. deildar, vann efsta lið 2. deildar, Bietigheim, 42:33, í Bietighem og HSV Hamburg lagði Eisenach, 31:28, í Hamborg.

Fimm leikir verða háðir í bikarkeppninnar og koma íslenskir handknattleiksmenn við sögu í þeim öllum ef að líkum lætur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -