- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Arnar Freyr og Reynir Þór skoruðu þrjú mörk hvor

- Auglýsing -

Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson skoruðu þrjú mörk hvor þegar lið þeirra MT Melsungen vann Stuttgart, 33:28, á heimavelli í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikið var í Rothenbach-Halle í Kassel, heimavelli MT Melsungen.

Reynir Þór lét sér ekki nægja að skora mörkin þrjú heldur átti hann einnig þrjár stoðsendingar á samherja sína.

Í harðri keppni í 7. sæti

Með sigrinum færðist MT Melsungen upp í 7. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 19 leiki. Rhein-Neckar Löwen er tveimur stigum á eftir en á leik til góða. Sömu sögu er að segja af Gummersbach sem er stigi á undan Melsungen. Gummersbach mætir HSV Hamburg á heimavelli á morgun.

Viggó með en Andri meiddur

Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar HC Erlangen tapaði með þriggja marka mun, 28:25, í heimsókn til THW Kiel. Andri Már Rúnarsson var ekki með HC Erlangen og lék ekki með Erlangen í dag, ekkert fremur en um síðustu helgi. Hann er meiddur en vildi ekki gera mikið úr meiðslunum þegar handbolti.is heyrði í honum eftir leikinn á laugardaginn.

HC Erlangen er enn þá í 12. sæti með 14 stig að loknum 19 leikjum.

Tapaði fyrir Lemgo

Liðsmenn Rúnars Sigtryggssonar í HSG Wetzlar töpuðu 28:25 í heimsókn til sputnikliðs Lemgo. Wetzlar er í 17. og næst neðsta sæti með 7 stig eftir 19 leiki.

Arnór Þór Gunnarsson og lið hans Bergischer HC áttu á brattann að sækja gegn Flensburg og töpuðu með sjö marka mun, 36:29.

Bergischer HC er í 15. sæti af 18 liðum deildarinnar með 10 stig eftir 19 leiki.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -