Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur kosið að gera tvær breytingar á leikmannahópnum sem mætir Þýskalandi í kvöld í lokaleik F-riðils Evrópumóts kvenna í Innsbruck.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Katrín Tinna Jensdóttir koma inn í hópinn. Í staðinn verða Elísa Elíasdóttir og Katrín Anna Ásmundsdóttir utan liðsins. Tvær þær síðarnefndu voru með í tveimur fyrstu leikjunum, gegn Hollandi og Úkraínu.
Sigurliðið í viðureigninni í kvöld tekur sæti í milliriðlakeppni EM sem hefst á fimmtudaginn. Tapliðið fer heim á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og verður handbolti.is með textalýsingu beint úr Ólympíuhöllinni í Innsbruck.
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (67/3).
Hafdís Renötudóttir, Valur (65/4).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (59/108).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (32/6).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (6/10).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (60/80).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (20/64).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (27/51).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (21/11).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (23/10).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (56/132).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukar (121/245).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (55/88).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (98/66).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (86/186).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (144/411).
EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni
A-landslið kvenna – fréttasíða