- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Arnar hefur valið stóra hópinn fyrir HM kvenna

- Auglýsing -

Birtur hefur hópur 35 kvenna sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik hefur valið vegna þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og framan af desember. Úr þessum hóp verður síðan fámennari hópur leikmanna, hugsanlega 18, til þess að taka þátt í heimsmeistaramótinu. Væntanlega verður það gert þegar komið verður inn í næsta mánuð.


Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Þýskalanndi 26. nóvember. Tveimur dögum síðar verður landslið Serbíu andstæðingur Íslands. Hinn 30. nóvember verður leikið við landslið Úrúgvæ. Framhaldið ræðst af árangrinum í leikjunum þremur.

Stóri hópurinn fyrir HM er skipaður eftirtöldum konum:

Markverðir:
Andrea Gunnlaugsdóttir, Grótta.
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir, Selfoss.
Ethel Gyða Bjarnasen, Fram.
Hafdís Renötudóttir, Valur.
Sara Sif Helgadóttir, Haukar.

Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF.
Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar.
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram.
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe.
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV.
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda.
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe.
Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof.
Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe.
Elísa Elíasdóttir, Valur.
Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, Selfoss.
Embla Steindórsdóttir, Haukar.
Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram.
Inga Dís Jóhannsdóttir, Haukar.
Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Selfoss.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Haukar.
Katla María Magnúsdóttir, Holstebro.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram.
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR.
Lena Margrét Valdimarsdóttir, Skara HF.
Lilja Ágústsdóttir, Valur.
Lovísa Thompson, Valur.
Mariam Eradze, Valur.
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar.
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukar.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Stjörnunni.
Thea Imani Sturludóttir, Valur.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur.

PDF-útgáfa.

Leikir Íslands í riðlakeppni HM kvenna:
26. nóvember: Þýskaland - Ísland, kl. 17.
28. nóvember: Ísland - Serbía, kl. 19.30.
30. nóvember: Ísland - Úrúgvæ, kl. 19.30.
- Leikirnir fara fram í Porsche-Arena, Stuttgart.
- Leiktímar miðaðir við Ísland. Klukkan í Þýskalandi verður klukkustund á undan þegar þarna verður komið við sögu.
- Þrjú lið fara áfram í milliriðla.
- Neðsta liðið fer í keppnina um forsetabikarinn.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -