EHV Aue vann nauman sigur í hörkuleik í sannkölluðum Íslendingaslag í þýsku 2.deildinni í handknattleik í dag þegar liðið fékk Bietigheim í heimsókn, 28:27. Maximilian Lux skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar 23 sekúndur voru eftir af leiktímanum.
Liðinn er ríflega mánuður síðan liðin léku síðast í deildinni en kórónuveirunni sló niður í herbúðir þeirra beggja og nokkurra andstæðinga og setti strik í reikninginn. Leikurinn í Aue í dag var í járnum frá upphafi til enda og m.a. var jafnt í hálfleik, 13:13.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö af mörkum Aue í fimm skotum. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue hluta leiksins og varði 4 skot, þar af eitt vítakast og var með liðlega 23% hlutfallsmarkvörslu.
Aron Rafn Eðvarðsson varði 7 skot, þar af eitt vítakasti þann tíma sem hann stóð í marki Bietigheim, 22,5% hlutfallsmarkvarsla.
Hannes Jón Jónsson er þjálfari Bietigheim sem er með tvö stig eftir þrjá leiki í deildinni.
Aue er með sex stig eftir fjóra leiki. Annars er staðan í 2. deild vart marktæk þar sem liðin 19 hafa leikið allt frá þremur og upp í sjö leiki.