- Auglýsing -
-Auglýsing-

Arnar: Tvær eru meiddar – Ég held í bjartsýnina

- Auglýsing -

Arnar Pétursson segist lifa áfram í voninni um að hafa úr 18 leikmönnum að ráða þegar kemur að því að velja þá sextán leikmenn sem taka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu á miðvikudaginn gegn Þýskalandi. Alexandra Líf Arnarsdóttir leikmaður Hauka fór með landsliðshópnum frá Færeyjum til Þýskalands í morgun í stað þess að fara heim til Íslands aftur.

„Elísa hefur verið að brasa við meiðsli í öxl og er enn þá ekki orðin nógu góð. Hún þarf lengri tíma til þess að jafna sig. Alexandra Líf kom með okkur til Færeyja og kom sterk inn í leikinn og verðskuldaði sannarlega að bætast í hópinn,“ sagði Arnar í samtali við handbolta.is í Stuttgart í kvöld. Þá var íslenski hópurinn nýkominn á hótel sitt eftir rútuferð frá Lúxemborg þangað sem hópurinn kom frá Vágum í Færeyjum í morgun.

„Ég held í bjartsýnina. Það hafa verið framfarir hjá Andreu og Elísu en á móti kemur að Matthildur og Alexandra hafa komið öflugar inn í hópinn,“ sagði Arnar.

Lengra viðtal við Arnar í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Alexandra Líf fór með til Þýskalands – 18 konur í HM-hópnum

HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni

Landslið Íslands á HM kvenna 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -