Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, hefur fengið fljúgandi viðbragð með danska landsliðið á Evrópumóti 19 ára landsliða karla í Króatíu. Arnór tók við þjálfun danska U19 ára landsliðsins fyrir rúmu ári og er nú í sínu fyrsta stóra verkefni með liðið.
Arnór stýrði danska liðinu til stórsigurs á Norðmönnum í gær, 29:19, og í dag fengu Rússar á baukinn hjá þeim dönsku sem unnu með 12 marka mun, 38:26, eftir að hafa verið sex mörk yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:13.
Arnór og félgar eru þar með öruggir um sæti í átta liða úrslitum þótt þeir eigi eftir að leika að leika við Þýskaland á sunnudaginn.
Danir eru í D-riðli og geta þar með ekki mætt íslenska landsliðinu í milliriðlakeppninni, komist íslenska liðið áfram úr sínum riðli. Danska liðið mætir liðum úr C-riðli í milliriðlum. Ísland er í A-riðli mótsins.