- Auglýsing -

Arnór er á förum frá Fredericia HK

- Auglýsing -


Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson er á leiðinni frá danska úrvalsdeildarliðinu Fredercia HK sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum og einnig að flest bendi til þess að Arnór færi sig yfir sundið gangi til liðs við sænskt úrvalsdeildarlið á allra næstu dögum.


Svo virðist sem Arnór eigi ekki frekur upp á pallborðið hjá Fredericia HK og því ekkert annað að gera en að róa á önnur mið

Arnór samdi við Fredericia HK sumarið 2024 en virtist fljótlega ekki falla í kramið og tók aðeins þátt í leikjum liðsins í september og október. Eftir hafa verið úti í kuldanum um tíma var Arnór lánaður til Bergischer HC í Þýskalandi í desember í fyrra. Lék hann með liðinu til loka leiktíðar í vor, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar.

Væntanlegur samningur Arnórs í Svíþjóð er ekki lánasamningur eins og samningurinn við Bergischer HC.

Arnór er 23 ára gamall og varð Íslandsmeistari með ÍBV 2023 og bikarmeistari 2020. Hann var stóru hlutverki í 21 árs landsliði Íslands sem vann bronsverðlaun á HM 2023.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -