- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór færist nær sæti í undanúrslitum

Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro getur verið ánægður þessa dagana. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro stigu enn eitt skrefið í átt að sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í kvöld er þeir lögðu Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, 31:25, á heimavelli í fjórðu umferð af sex í riðli eitt í átta liða úrslitum. Þetta var annar sigur TTH Holstebro á Fredericia í riðlakeppninni.


TTH Holstebro hefur sex stig að loknum fjórum umferðum og þarf eitt stig úr leikjunum tveimur sem eftir eru til þess að öðlast sæti í undanúrslitum. GOG er tveimur stigum fyrir ofan. Fredericia HK er með þrjú stig og Bjerringbro/Silkeborg sem vann stórsigur á GOG í kvöld, 35:23, hefur tvö stig.

TTH Holstebro mætir GOG á útivelli á laugardaginn og sækir Bjerringbro/Silkeborg heim eftir viku.

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki fyrir Fredericia HK í kvöld.

Aalborg Håndbold, Mors-Thy, Skjern og Skanderborg AGF eru í hinum riðli átta liða úrslita.

Guðmundur lét til sín taka

Guðmundur Bragi Ástþórsson átti afar góðan leik fyrir Bjerringbro/Silkeborg í óvæntum stórsigri á GOG á heimavelli. GOG hefur vart tapað leik á keppnistímabilinu. Guðmundur Bragi skoraði sjö mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Einnig átti hann þrjár stoðsendingar og var besti maður liðsins ásamt Mikkel Løvkvist sem fór hamförum í markinu. Hann varði 18 skot, 49%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -