- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór hafði betur í uppgjöri toppliðanna

Arnór Atlason og Stefan Madsen, aðalþjálfari Aalborg Håndbold, fagna góðum árangri. Mynd/Aalborg Håndbold
- Auglýsing -

Arnór Atlason og félagar í danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold höfðu betur í uppgjöri tveggja efstu liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag er þeir sóttu Viktor Gísla Hallgrímsson og samherja heim, 35:32. Arnór er aðstoðarþjálfari Aalborg sem er í öðru sæti eftir leikinn með 33 stig eftir 21 leik. GOG er stigi á undan en hefur lokið 20 viðureignum.


Aalborg liðið var sterkara lengst af leiksins í dag og hafði m.a. fimm marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 20:15.


Viktor Gísli var allan leikinn í marki GOG og varði 13 skot sem lagði sig út á 27% markvörslu. Landsliðsmaðurinn Morten Olsen skoraði 10 mörk fyrir GOG og Emil Jakobsen átta. Lukas Sandell skoraði átta mörk fyrir Aalborg og Sebastian Barthold sjö.


Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir Holstebro sem vann Aarhus á útivelli, 30:24.


Sveinn Jóhannsson skoraði ekki mark fyrir SönderjyskE sem vann botnlið Lemvig, 32:28, á heimavelli.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
GOG 34(20), Aalborg 33(21), Bjerringbro/Silkeborg 29(20), Holstebro 28(21), SönderjyskE 25(21), Skanderborg 24(21), Skjern 23(20), Kolding 19(21), Fredericia 18(20), Ribe-Esbjerg 17(21), Aarhus 16(21), Mors Thy 15(21), Ringsted 5(21), Lemvig 4(21).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -