- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór næst markahæstur – Stiven nýtir skotin allra best

Arnór Snær Óskarsson í leik með Val á síðustu leiktíð. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnór Snær Óskarsson er næst markahæstur í Evrópudeildinni í handknattleik þegar sex umferðum af tíu er lokið. Eftir stórleikinn fyrir viku gegn Ystads þegar Arnór Snær skoraði 13 mörk hefur hann skorað 43 mörk í leikjunum sex, rétt rúmlega sjö mörk að jafnaði í leik.


Úkraínumaðurinn Ihor Turchenko og leikmaður HC Motor er markahæstur með 45 mörk. Í þriðja sæti er Svartfellingurinn Milos Vujovic, leikmaður Füchse Berlin. Hann hefur skorað 41 mark. Fahrundin Melic hjá RK Nexe og Benedek Éles, Fejer B.A.L-Veszprém, hafa skorað 41 mark hvor.

Stiven Tobar með besta nýtingu

Stiven Tobar Valencia er næst markahæstur leikmanna Vals með 35 mörk í 18. sæti markalistans. Stiven er efstur á lista þeirra sem hafa besta skotnýtingu. Hann hefur nýtt 83,3% skota sinna, 35 mörk í 42 skotum. Til samanburðar má nefna að sá markahæsti, Turchenko, er með 70,3% nýtingu og 68,2% markskota Arnórs Snæs hafa ratað rétta leið í marknetið.

Myndskeið: Stórkostleg samvinna Björgvins og Stivens.

Þorgils og Tjörvi

Þorgils Jón Svölu Baldursson er í þriðja sæti yfir þá sem unnið hafa flest vítaköst í Evrópudeildinni. Þorgils hefur unnið átta vítaköst. Tjörvi Týr Gíslason er skammt á eftir með sex unnin vítaköst.

Björgvin hefur varið mörg skot

Björgvin Páll Gústavsson hefur varið næst flest skot í Evrópudeildinni, 70, sem gerir 27% hlutfallsmarkvörslu. Þar af eru fjögur vítaköst. Nikals Kraft markvörður Ystads hefur varið flest skot, 85, 34,4%.

Þegar eingöngu er lítið til hlutfallsmarkvörslu er Charles Bolzinger, markvörður Montpellier, efstur með 40 varin skot af 106, 37,7%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -