- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór og hásetar eru áfram á fínni siglingu

Arnór Atlason aðstoðþjálfari íslenska karlalandsliðsins og þjálfari TTH Holstebro. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro eiga möguleika á að komast í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Alltént stigu þeir annað skref í þá átt í dag með því að leggja Bjerringbro/Silkeborg, 36:32, á heimavelli í 3. umferð riðils eitt í átta liða úrslitum. Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum.

Sigur TTH Holstebro í dag kom í kjölfar sigurs á Fredericia HK á dögunum. Liðið er þar með í öðru sæti riðilsins þegar hlé er gert vegna landsleikja en að þeim loknum taka við þrjár síðari umferðirnar.

Hafnfirðingurinn markahæstur

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði sjö mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg og var markahæsti leikmaður liðsins. Fimm markanna skoraði Hafnfirðingurinn úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu.

Naumt tap í hörkuleik

Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í Fredericia HK töpuðu fyrir GOG, 28:27, á heimavelli í hörkuleik. GOG og Fredericia HK eru í riðli með Bjerringbro/Silkeborg og TTH Holstebro.

Norðmaðurinn Tobias Grøndal skoraði sigurmark GOG þremur og hálfri mínútu fyrir leikslok. Grøndal skoraði alls níu sinnum.
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Fredericia HK og var skráður fyrir einni stoðsendingu.

GOG er með fullt hús stiga í riðli eitt, átta stig. TTH Holstebro hefur fjögur stig en Fredericia HK þrjú stig. Bjerringbro/Silkeborg rekur lestina án stiga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -