- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Snær sagður fara til Þýskalands í sumar – Stiven til Benfica?

Arnór Snær Óskarsson í leik með Val fyrir 2 árum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals leikur að öllum líkindum í Þýskalandi á næsta keppnistímabili. Samkvæmt heimildum handbolta.is er Arnór Snær undir smásjá Rhein-Neckar Löwen og hafa viðræður átt sér stað á milli hans og félagsins upp á síðkastið.

Samkvæmt heimildum er ekki loku fyrir það skotið að Arnór Snær heimsæki Rhein-Neckar Löwen í næstu viku í framhaldi af síðari leik Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.


Arnór Snær, sem er á 23. aldursári, hefur farið á kostum með Valsliðinu á keppnistímabilinu og vakið verðskuldaða athygli í leikjum liðsins í Evrópudeildinni. Fyrir vikið hafa nokkur félög horft hýru auga til Arnórs Snæs en ríkastur áhugi hefur verið af hálfu Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er Valsarinn og landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason.


Arnór Snær er í hópi markahæstu manna keppninnar með 61 mark og 65% skotnýtingu. Einnig var Arnór Snær kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikina við Tékka í upphafi þessa mánaðar.

Stiven til Benfica?

Fleiri leikmenn Vals virðast ætla að róa á önnur mið eftir keppnistímabilið. Talsvert hefur verið rætt um hugsanleg vistaskipti Stiven Tobar Valencia. Fyrir nokkru var Stiven orðaður við ungverska liðið Veszprém. Nú virðist hann stefna í aðra átt. Í gærkvöldi sagði Arnar Daði Arnarsson fjölmiðamaður, handboltasérfræðingur og þjálfari hjá Val frá því á Twitter að Stiven fari til portúgalska liðsins Benfica í sumar.


Benfica er með bækistöðvar í Lissabon og hefur verið í mikilli sókn síðustu árin þótt það hafi lengst af verið þekkt sem knattspyrnulið.

Benfica vann m.a. Evrópudeildina á síðasta tímabili. Möguleikar þess í titilvörninni eru hinsvegar nánast úr sögunni eftir 13 marka tap fyrir Flensburg í fyrri viðureign liðanna í gærkvöld.

Evrópudeildin: 16-liða úrslit, fyrri leikir, úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -