- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Þór innsiglaði annað stigið

Arnór Þór Gunnarsson. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Æsilega spenna var fram á síðustu sekúndu í viðureign Göppingen og Bergischer HC á heimavelli í Göppingen í þýsku 1. deildinni í dag. Aðeins munaði einu mark á liðunum á annan hvorn veginn meginhluta síðari hálfeiks.
Arnór Þór Gunnarsson jafnaði metin fyrir Bergischer HC úr vítakasti þegar ein mínúta var til leiksloka, 26:26. Janus Daði Smárason átti skot að marki Bergischer þegar hálf mínúta var eftir af leiktímanum en Tomas Mrkva, landsliðsmarkvörður Tékka og markvörður Bergisher sá við Selfyssingnum. Arnór Þór og félagar reyndu að tryggja sér bæði stigin á síðustu sekúndunum en tókst ekki. Niðurstaðan jafntefli, 26:26.

Arnór Þór skoraði fjögur mörk, þar af þrjú úr vítaköstum fyrir Bergischer. Ragnar Jóhannsson var ekki í liðinu að þessu sinni. Janus Daði skoraði eitt fyrir Göppingen og átti þrjár stoðsendingar.

Stórsigur hjá Ómari og Gísla

Eftir góðan sigur á útivelli um síðustu helgi var Oddi Gretarssyni og samherjum í Balingen-Weilstetten kippt niður á jörðina í dag þegar þeir fengu Magdeburg í heimsókn. Gestirnir unnu stórsigur, 39:26, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 20:17. Ekki stóð steinn yfir steini í varnarleik Balingen, eins og tölurnar gefa til kynna. Í síðari hálfleik var um einstefnu að ræða hjá gestunum úr austurhlutanum.

Oddur skoraði fjögur mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, tvö úr vítaköstum, og átti þar að auki fjórar stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr jafnmörgum skotum og átti þrjár stoðsendingar.

Stórmeistarajafntefli í Mannheim

Fyrr í dag má segja að orðið hafi stórmeistara jafntefli þegar tvö af þremur efstu liðum deildarinnar, Rhein-Neckar Löwen og Flensburg, skildu jöfn í Mannheim, 31:31. Marius Steinhauser tryggði Flensburg annað stigið þegar hann skoraði úr vítakasti þegar leiktíminn var úti. Lukas Nilsson hafði komið Löwen yfir, 31:30, þegar 55 sekúndur voru til leiksloka.

Uwe Gensheimer skoraði níu mörk fyrir Löwen, aðeins eitt úr vítakasti. Andy Schmid var næstur með átta. Hampus Wanne skoraði sjö mörk fyrir Flensbur og Johannes Golla og Lasse Svan skoruðu fimm sinnum hvor
Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Löwen. Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark að þessu sinni.


Leik Kiel og Essen var frestað vegna kórónuveirusmita hjá Kiel-liðinu.

Staðan í þýsku 1. deildinni eftir leiki dagsins:
Rhein-Neckar Löwen 19(11), Kiel 18(10), Flensburg 17(10), Füchse Berlin 15(10), Stuttgart 15(12), Leipzig 13(11), Lemgo 13(12), Magdeburg 12(10), Göppingen 13(12), Erlangen 12(12), Wetzlar 12(12), Melsungen 11(9), Hannover-Burgdorf 10(11), Bergischer 10(11), Balingen 7(12), Nordhorn 6(12), Minden 5(9), Ludwighafen 5(12), Essen 3(9), Coburg 2(11).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -