- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Þór og félagar settu strik í reikning Berlínarrefanna

Arnór Þór Gunnarsson nú þjálfari Bergischer HC. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Arnór Þór Gunnarsson og samherjar í Bergischer HC settu stórt strik í reikning leikmanna Füchse Berlin í dag með óvæntum sigri á heimavelli, 34:30, í viðureign liðanna. Tapið dregur mjög úr vonum Füchse Berlin um að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn. Einnig minnkuðu líkur liðsins á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Tvö efstu lið þýsku 1. deildarinnar öðlast sæti í deildinni þegar upp verður staðið. Eftir leiki helgarinnar standa THW Kiel og SC Magdeburg best að vígi í tveimur efstu sætum deildarinnar.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer sem situr í áttunda sæti deildarinnar með 30 stig eftir 30 leiki og virðist geta vel við unað.

Fall blasir við

MT Melsungen er næst á eftir Bergischer í 9. sæti eftir öruggan sigur á Minden á útivelli í dag, 28:21. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvisvar sinnum fyrir Melsungen. Aldrei þessu vant var Elvar Örn Jónsson ekki með liðinu. Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Minden en fall í 2. deild blasir við liðinu.

Fjórar stoðsendingar

Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark og átti fjórar stoðsendingar í góðum sigri Flensburg á Gummersbach í Flens-Arena, 31:26. Flensburg liðið hefur rétt af kúrsinn eftir nokkra tapleiki í síðasta mánuði sem varð til þess að þjálfaranum var gert að axla sín skinn.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í fjórum skotum fyrir Gummersbach. Hann átti tvær stoðsendingar og varð að bíta í það súra epli að vera einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur. Hákon Daði Styrmisson skoraði ekki mark. Guðjón Valur Sigurðsson var að vanda við stjórnvölin hjá Gummersbach í leiknum.

Sigur í Mannheim

Þrátt fyrir talsverð afföll í leikmannahópnum þá vann SC Magdeburg liðsmenn Rhein-Neckar Löwen með tveggja marka mun í heimsókn til Mannheim, 36:34. Ýmir Örn Gíslason lék að vanda nær eingöngu í vörn Rhein-Neckar Löwen.

Ólafur Stefánsson hafði betur í uppgjöri íslensku aðstoðarþjálfaranna þegar HC Erlangen vann Hannover-Burgdorf í Nürnberg, 33:29. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -