- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Þór og Ragnar voru þeir einu sem fögnuðu

Arnór Þór Gunnarsson. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Íslendingar voru aðsópsmiklir í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld þótt ekki gengi liða þeirra flestra væri ekki eins og best var á kosið. Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson voru þeir einu sem voru í sigurliði að þessu sinni og þar með þeir einu af Íslendingunum sem gátu fagnað í leikslok. Lið þeirra Bergischer HC vann Tusem Essen á heimavelli, 36:29 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13.

Arnór Þór skoraði sjö mörk og var markahæstur í sínu liði ásamt Fabian Gutbord með sjö mörk. Arnór Þór skoraði þrjú af mörkum sínum úr vítaköstum. Ragnar Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer úr fjórum markskotum.


Bjarki Már Elísson fór á kostum og skoraði 10 mörk í 12 skotum þegar Lemgo steinlá í heimsókn sinni til Hannover-Burgdorf, 31:23. Bjarki Már skoraði úr báðum vítaköstunum sem hann tók í leiknum.


Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason voru báðir með Rhein-Neckar Löwen þegar liðið tapaði með átta marka mun í heimsókn sinni til THW Kiel, 31:23. Alexander skoraði tvö mörk í þremur skotum en Ýmir Örn skoraði ekki að þessu sinni. Hann var allt í öllu í vörn Löwen og var m.a. einu sinni vísað af leikvelli.
Oddur Gretarsson var allt í öllu hjá Balingen-Weilstetten þegar liðið tapaði naumlega í heimsókn til Nordhorn, 29:27. Oddur skoraði átta mörk, þar af sex mörk úr vítaköstum.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 23(13), Kiel 22(12), Rhein-Neckar Löwen 21(14), Füchse Berlin 19(12), Magdeburg 17(13), Leipzig 17(14), Göppingen 15(14), Stuttgart 15(14), Wetzlar 15(15), Lemgo 15(15), Bergischer 14(14), Hannover-Burgdorf 14(14), Melsungen 13(10), Erlangen 13(15), GWD Minden 10(12), Nordhorn 8(15), Balingen-Weilstetten 7(15), Ludwigshafen 6(15), Essen 5(12), Coburg 3(14).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -