Þórsarinn Arnór Þorri Þorsteinsson er markakóngur Grill 66-deildar karla en keppni í deildinni lauk á föstudagskvöld. Arnór Þorri skoraði 120 mörk í 18 leikjum Þórs í deildinni, að jafnaði 6,6 mörk í leik.
Níu mörkum á eftir er Ágúst Ingi Óskarsson sem gekk til liðs við Hauka fyrir keppnistímabilið frá Neista í Færeyjum með millilendingu hjá HK. Ágúst Ingi varð næst markahæstur með 111 mörk.
Símon Michael Guðjónsson vinstri hornamaður HK varð þriðji með 101 mark. Símon Michael og samherjar unnu deildina með yfirburðum. HK fékk 35 af mögulega 36 stigum.
Arnór Þorri, Ágúst Ingi og Símon Michael voru þeir einu sem náðu að rjúfa 100 marka múrinn á tímabilinu.
Vegna þátttöku ungmennaliða nokkurra félaga þá léku sumir leikmenn þeirra liða ekki með í öllum leikjum deildarinnar vegna þess að þeir voru einnig í hlutverkum með aðalliðum félaganna í Olísdeildinni. Meðal þeirra er Reynir Þór Stefánsson úr Fram. Hann skoraði 94 mörk í Grill 66-deildinni í 10 leikjum.
Lokastaðan í Grill 66-deild karla.
Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn Grill 66-deildar karla sem skoruðu 60 mörk eða fleiri.
Nafn: | Félag: | mörk |
Arnór Þorri Þorsteinsson | Þór | 120 |
Ágúst Ingi Óskarsson | Haukum U | 111 |
Símon Michael Guðjónsson | HK | 101 |
Áki Hlynur Andrason | Val U | 99 |
Hans Jörgen Ólafsson | Selfossi U | 96 |
Ísak Logi Einarsson | Val U | 95 |
Reynir Þór Stefánsson | Fram U | 94 |
Össur Haraldsson | Haukum U | 94 |
Breki Hrafn Valdimarsson | Val U | 91 |
Sæþór Atlason | Selfossi U | 91 |
Hjörtur Ingi Halldórsson | HK | 90 |
Tómas Helgi Wehmeier | Kórdrengjum | 90 |
Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha | HK | 89 |
Gunnar Valdimar Johnsen | Víkingi | 87 |
Kristján Gunnþórsson | KA U | 85 |
Viktor Berg Grétarsson | Fjölni | 84 |
Birkir Snær Steinsson | Haukum U | 83 |
Eiður Rafn Valsson | Fram U | 78 |
Kostadin Petrov | Þór | 73 |
Benedikt Marinó Herdísarson | Fjölni | 71 |
Egidijus Mikalonis | Kórdrengjum | 71 |
Ísak Óli Eggertsson | KA U | 70 |
Kristján Ottó Hjálmsson | HK | 70 |
Björgvin Páll Rúnarsson | Fjölni | 69 |
Tryggvi Sigurberg Traustason | Selfossi U | 68 |
Haraldur Bolli Heimisson | KA U | 65 |
Óðinn Freyr Heiðmarsson | Fjölni | 65 |
Igor Mrsulja | Víkingi | 60 |
Markahæstir í Grill 66-deild karla 2021/2022.
Markahæstir í Grill 66-deild karla 2020/2021.