- Auglýsing -
Arnór Atlason mun stýra Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold þegar liðið fær Bjerringbro/Silkeborg í heimsókn í kvöld í fyrstu leik liðanna um danska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld. Stefan Madsen þjálfara Álaborgarliðsins er í sóttkví eftir að hafa umgengist mann sem greindist síðar með kórónuveiruna.
Arnór hefur verið hægri hönd Madsen frá 2018 að hann tók við þjálfun Aalborg Håndbold af Aroni Kristjánssyni fyrir þremur árum.
„Ég hef tröllatrú á að Arnór stjórni liðinu eins og herforingi með okkar frábæru stuðningsmennn að baki sér og liðinu,“ segir Jan Larsen, framkvæmdastjóri Aalborg Håndbold við danska fjölmiðla í dag.
- Auglýsing -