- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron ánægður með stigin en ekki spilamennskuna

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein stendur i ströngu á Asíuleikunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Kristjánsson og leikmenn Barein fögnuðu góðum sigri á landsliði Bandaríkjanna í fyrstu umferð milliriðils fjögur á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag, 32:27. Leikurinn fór fram í Malmö. Þar með er Barein með fjögur stig í riðlinum og þótt liðið vinni hvorki Króata eða Egypta í tveimur síðustu umferðunum virðist ljóst að silfurliðið frá síðasta Asíumóti mun örugglega enda HM að þessu sinni framar en nokkru sinni fyrr.


Barein hafnaði í 21. sæti undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar á HM í Egyptalandi fyrir tveimur árum. Þá var fyrsta 32 liða heimsmeistaramótið haldið. Fyrir fjórum árum varð Barein í 20. sæti með Aron við stjórnvölin en þátttökulið 24 í það skiptið.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

Bareinar áttu alla möguleika á að gera betur en þeir gerðu í fyrri hálfleik og fara með meira en fjögurra marka forskot inn í hálfleik, 17:13, ekki síst eftir að hafa byrjað leikinn af talsverðum krafti.


Bandaríska liðið skaut Bareinum skelk í bringu í síðari hálfleik er þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk, 21:19. Leikmönnum Barein tókst að snúa við taflinu og nýjan leik og vinna með fimm marka mun.


„Við byrjuðum leikinn vel og náðum góðri forystu áður en nokkrir menn misstu einbeitingu,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Barein í samtali við heimasíðu heimsmeistaramótsins. „Ég er ekki ánægður með spilamennskuna en glaður með stigin,“ sagði Aron ennfremur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -