Aron Pálmarson varð í kvöld spænskur bikarmeistari með Barcelona í fjórða sinn á fjórum árum. Barcelona vann Ademar León, 35:27, í úrslitaleik sem fram fór að viðstöddum 1.500 áhorfendum í Madríd. Barcelona var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.
Barcelona hefur unnið bikarkeppnin í 31 skipti, þar af síðustu átta ár.
- Auglýsing -