- Auglýsing -
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur tekið þá ákvörðun að skrá Aron Pálmarsson inn í íslenska hópinn á HM. Aron verður þar með löglegur í leikinn gegn Kúbu sem fer fram annað kvöld.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ í kvöld.
Aron hefur verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla en ljóst hefur verið síðustu daga að hann er að sækja í sig veðrið. M.a. hefur töluvert tekið þátt í æfingum liðsins í Zagreb.
Fullvís er má telja að Aron verði í leikmannahópi Íslands gegn Kúbu og alveg eins líklegt að hann hefji leikinn enda er kominn rúmur mánuður síðan Aron lék síðast keppnisleik.
- Auglýsing -