Aron Pálmarsson skoraði í kvöld sitt 100. mark fyrir landsliðið á heimsmeistaramóti og komst þar með í fámennan hóp handknattleiksmanna sem rofið hafa þann múr. Fyrir viðureignina við Kúbu hafði Aron skoraði 97 mörk. Aron bætti þremur við áður en hann lét gott heita eftir ríflega 15 mínútur í sínum fyrsta leik á heimsmeistaramótinu, því sjötta sem hann tekur þátt í.
Einn núverandi samherjar Arons í landsliðinu er þegar í „100 marka klúbbnum,“ Bjarki Már Elísson sem skoraði sitt 100. HM-mark í leik gegn Suður Kóreu á HM fyrir tveimur árum í Kristianstad. Auk þess er Snorri Steinn Guðjónsson landsliðþjálfari einn þeirra sem skoraði hefur fleiri en 100 mörk fyrir Ísland á HM.
Af öðrum núverandi samherjum Aron í landsliðinu í dag Sigvaldi Björn Guðjónsson næstur 100 marka markinu. Sigvaldi Björn hefur skorað 59 HM mörk.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari náði aðdragandanum á mörkunum þremur í Kúbuleiknum í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson 294 mörk – 57 leikir.
Ólafur Stefánsson 227 mörk – 54 leikir.
Alexander Petersson 151 mark – 34 leikir.
Bjarki Már Elísson 132 mörk – 28 leikir.
Snorri Steinn Guðjónsson 112 mörk – 32 leikir
Aron Pálmarsson 100 mörk– 30 leikir.