- Auglýsing -
- Aron Pálmarsson tók í gær þátt í sinni fyrstu æfingu með nýjum samherjum í danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold þegar liðið kom saman til fyrstu æfingar fyrir næsta keppnistímabil.
- Handknattleiksmaðurinn Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára. Aðalsteinn er 23 ára gamall og hefur allan sinn feril æft og leikið með Grafarvogsliðinu.
- Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að evrurnar 1500 sem norska landsliðinu eða norska handknattleikssambandinu var gert að greiða í sekt vegna „bíkinibuxnamálsins“ sem mjög hefur verið fjallað um m.a. á handbolta.is, renni til jafnréttismála í íþróttum. Hvert nákvæmlega var ekki nefnt í tilkynningu EHF en sambandið hefur hlotið talsverða gagnrýni fyrir málið allt.
- Svíinn Hampus Wanne er markahæstur eftir tvær umferðir í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Wanne hefur skorað 21 mark. Spánverjinn Adria Figueras og Daninn Mikkel Hansen eru næstir með 15 mörk hvor. Mathias Gidsel, Danmörku, Sander Sagosen, Noregi, Hiroki Motoki, Japan, og Mohamed Ahmed, Barein, hafa skorað 14 mörk hver.
- Auglýsing -