Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold, sem Aron Pálmarsson gengur til liðs við í sumar og leikur með næstu árin, hafnaði ekki í riðli með Evrópumeisturum Barcelona þegar dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í morgun.
Aalborg verður í A-riðli með Kiel, Pick Szeged, Vardar, Mehkov Brest, Montpellier, Zagreb og Elverum. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg-liðsins sem lék til úrslita við Barcelona í Meistaradeildinni um miðjan síðasta mánuð eftir ævintýralegt gengi í keppninni á leiktíðinni.
Haukur Þrastarson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar í pólska meistaraliðinu Vive Kielce verða í B-riðli þar sem Evrópumeistarar Barcelona eiga sæti.
Í B-riðli er einnig úkraínska meistaraliðið HC Motor sem Savukynas Gintaras er þjálfar og Roland Eradze er aðstoðarþjálfari en liðið náði athygliverðum árangri í Meistaradeildinni á síðasta keppnistímabili.
Keppni í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki hefst 16. september. Úrslitaleikurinn fer fram 13. júní 2021 í Lanxess-Arena í Köln.
A-riðill
MOL-Pick Szeged – Ungverjalandi.
THW Kiel – Þýskalandi.
HC Vardar 1961 – Norður Makedóníu.
Aalborg Håndbold – Danmörku.
HC Meshkov Brest – Hvíta-Rússlandi.
Montpellier HB – Frakklandi.
HC PPD Zagreb – Króatíu.
Elverum Handball – Noregi.
B-riðill:
Paris Saint Germain Handball – Frakklandi.
Barcelona – Spáni.
FC Porto – Portúgal.
Lomza Vive Kielce – Póllandi.
SG Flensburg-Handewitt – Þýskalandi.
Telekom Veszprém – Ungverjalandi.
C.S. Dinamo Búkarest – Rúmeníu.
HC Motor – Úkraínu.
- Erum með betra lið og meiri breidd
- Aldís Ásta og félagar eru í frábærri stöðu
- Þúsundir Færeyinga stefna á EM – 20 flugferðir auk þess sem Norræna siglir til Óslóar
- Verður snúinn leikur í mikilli stemningu
- Væri til í að vinna einn bikar með Melsungen