- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og Elvar fara varlega í sakirnar – fyrst og fremst varúðarráðstöfun

Snorrit Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari t.v. og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari ráða ráðum sínum. Þeir eiga eftir að gera það oft næstu daga og vikur. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom saman á fyrstu æfingu fyrir hádegið í dag. Að sögn Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara var um rúmlega tveggja tíma æfingu að ræða sem allir tóku þátt í af fullum krafti að Aroni Pálmarssyni og Elvar Erni Jónssyni undanskildum.

„Við förum sparlega með þá fram yfir helgi. Fyrst og fremst er um varúðarráðstöfun að ræða af okkur hálfu að láta þá fara varlega af stað,“ sagði Snorri Steinn í samtali við handbolta.is en hann var nýlega kominn af æfingunni.


„Ég treysti fullkomlega Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og þeim sem hugsa um strákana,“ sagði Snorri Steinn lætur æfinguna í dag nægja. Áfram verður haldið á morgun og þá jafnvel verður æft tvisvar enda verður að nýta tímann vel þangað til landsliðið fer til Svíþjóðar að morgni 8. janúar.

Engar áhyggjur

„Að öðru leyti vil ég að menn séu á fullu og þeir voru það að þessum tveimur undanskildum,“ sagði Snorri Steinn sem hefur ekki áhyggjur af nokkrum leikmanni hópsins.

Leikmenn íslenska landsliðsins búa sig þessa dagana undir þátttöku á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Safnar kröftum

„Viggó [Kristjánsson] tók þátt í æfingunni í morgun. Hann hefur jafnað sig af ansi svæsinni flensu sem hann fékk rétt fyrir jólin en þarf nokkra daga til að ná fullum kröftum aftur. En það hamlar honum ekki frá því að æfa með okkur,“ sagði Snorri Steinn.

Tveir leikir við Svía

Íslenska landsliðið leikur vináttuleiki við sænska landsliðið, í Kristianstad 9. janúar klukkan 18 og í Malmö 11. janúar klukkan 15. Eftir því sem næst verður komist ætlar RÚV að sýna báða leiki. Frá Svíþjóð fer landsliðið til Zagreb í Króatíu þar sem fyrsti leikur þess á HM verður við landslið Grænhöfðaeyja fimmtudaginn 16. janúar.


HM-hópur Íslands er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (273/24).
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock (60/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (100/101).
Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674).
Bjarki Már Elísson, Veszprém (118/401).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (14/5).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (50/109).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (79/183).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/139).
Haukur Þrastarson, Dinamo București (35/50).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (86/146).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (42/130).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (16/41).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214).
Teitur Örn Einarsson, Vfl Gummersbach (36/36).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig (59/165).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (92/36).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (5/10).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -