- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson hættir í handbolta

Aron Pálmarsson hefur ákveðið að hætta í handknattleik í sumar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -



Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og leikmaður ungverska meistaraliðsins One Veszprém tilkynnti í kvöld að hann ætli að hætta í handknattleik í lok þessa keppnistímabils, leggja keppnisskóna á hilluna.

„Ég finn að minn tími er kominn og ég er tilbúinn að loka þessum kafla lífs míns. Ég vil vera hreinskilinn við sjálfan mig og tel að þessi ákvörðun sé rétt fyrir mig og mína,“ segir Aron m.a. í tilkynningu sem hann sendi frá sér á samfélagsmiðlum og handbolti.is tekur sér bessleyfi að snara yfir á íslensku, vonandi hnökralítið.


Aron hefur verið talsvert fjarverandi vegna meiðsla á leiktíðinni, bæði framan af með FH og eftir að hann gekk til liðs við One Veszprém í lok október.

Í tilkynningu þakkar Aron öllum leikmönnum, þjálfurum og því góða fólki sem hann hafi unnið með hjá félagsliðum og landsliðinu á ferli sínum. Sérstakar þakkar færir Aron Xavier Pascual þjálfara Veszprém og félaginu fyrir að gefa sér tækifæri á nýjan leik á þessu keppnistímabili, einnig fyrir skilning undanfarnar vikur.

Um leið þakkar Aron unnustu sinni, fjölskyldu, vinum og umboðsmanni fyrir ótrúlegan stuðning í gegnum tíðina.

Aron Pálmarsson sækir að vörn Belga í sínum fyrsta A-landsleik í Laugardalshöll 29. október 2008. Ljósmynd/Golli

Fyrsti landsleikurinn af 184

  • Aron lék alls 184 landsleiki og skoraði í þeim 694 mörk. Fyrsti landsleikurinn var gegn Belgum í Laugardalshöll 29. október 2008 og sá síðasti við Argentínu á heimsmeistaramótinu 26. janúar sl.
  • Aron hefur orðið fimm sinnum þýskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, fjórum sinnum meistari á Spáni og jafn oft bikarmeistari, tvisvar meistari í Ungverjalandi og tvisvar bikarmeistari (einn meistaratitillinn getur bæst við), einu sinni bikarmeistari í Danmörku.
  • Aron var Íslandsmeistari með FH fyrir ári, 2024.
  • Aron var í bronsliði Íslands á EM 2010 í Austurríki.
  • Aron hefur þrisvar verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu, 2010 og 2012 með THW Kiel og 2021 með Barcelona.
  • Tvisvar var Aron valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu, 2014 og 2016.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -