- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron Rafn átti stórleik

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður flytur heim í sumar eftir þrjú ár í Þýskalandi. Mynd/SG BBM Bietigheim
- Auglýsing -

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður, átti stórleik í kvöld í marki Bietigheim þegar liðið vann níu marka sigur á Lübeck-Schwartau, 28:19, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Þetta er annar sigurleikur Bietigheim í röð og ljóst að liðið er að ná sér af stað eftir erfiða síðustu mánuði sem hafa markast af fjölda kórónuveirusmita í herbúðum þess.

Aron Rafn stóð í marki í rúmar 52 mínútur og varði 11 skot og var með 42% hlutfallsmarkvörslu þegar leikurinn var gerður upp. Þar af varði Hafnfirðingurinn þrjú vítaköst. Hann fékk að kasta mæðinni á lokakafla leiksins enda sigurinn þá þegar í höfn. Sem fyrr er Hannes Jón Jónsson þjálfari liðsins.

EHV Aue, sem Rúnar Sigtryggsson stýrir tímabundið um þessar mundir, tapaði fyrir TuS N-Lübbecke, 28:24, á útivelli. Þetta er þriðji leikur Aue á viku síðan Rúnar kom að stjórnvölunum og fyrsta tapið. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú af mörkum Aue en hann átti níu skot að marki andstæðinganna. Einnig átti Arnar Birkir þrjár stoðsendingar. Sveinbjörn Pétursson náði sér ekki á strik að þess sinni. Hann stóð annan hálfleikinn í marki Aue og varði þrjú skot. Sveinbjörn var frábær í tveimur síðustu leikjum á undan.

Staðan í þýsku 2. deildinni:
Gummersbach 18(10), Hamburg 18(11), N-Lübbecke 14(10), Dessauer 13(12), Lübeck-Schwartau 12(10), Aue 10 (8), Dormagen 10(9), Hamm-Westfalen 10(9), Eisenach 10(11), Ferndorf 9(7), Rimpar 9(9), Elbflorenz 9(10), Grosswallstadt 9(11), Wilhelmshvaner 8(10), Bietigheim 6(7), Konstanz 5(9), Emsdetten 5(11), Hüttenberg 5(11), Fürstenfeldbruck 4(9).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -