- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron Rafn hefur ákveðið að hætta

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka er hættur keppni. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka lék sinn síðasta leik á ferlinum í gær þegar Hauka töpuðu öðru sinni fyrir Fram í átta liða úrslitum Olísdeildar karla. Aron Rafn staðfesti í samtali við mbl.is að nú færu skórnir á hilluna umtöluðu.

Aron Rafn ætlar ekki alveg að slíta sig frá handboltanum því hann segir ennfremur í samtali við mbl.is að hann geri ráð fyrir að vera með í þjálfarateymi Gunnars Magnússonar sem tekur við þjálfun Hauka í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Auk þess vinnur Aron Rafn á skrifstofu Hauka á Ásvöllum.

Ferill Arons Rafns með félagsliðum:
2008–2013: Haukar.
2013–2015: Eskilstuna Guif.
2015–2016: Aalborg Håndbold.
2016–2017: SG BBM Bietigheim.
2017–2018: ÍBV.
2018–2020: HSV Hamburg.
2020–2021: SG BBM Bietigheim.
2021-2025: Haukar.

Aron Rafn Eðvarðsson í leik með Bietigheim leiktíðina 2020/2021. Mynd/SG BBM Bietigheim


Íslandsmeistaratitlar:
Haukar: 2008, 2009, 2010.
ÍBV: 2018.

Deildarmeistari:
Haukar: 2008, 2009, 2010, 2012, 2013.
ÍBV: 2018.


Bikarmeistari:
Haukar: 2010, 2012.
ÍBV: 2018.

Besti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar: 2018.

Stórmót með landsliðinu:
EM: 2012, 2014, 2016.
HM: 2013, 2015, 2017.

Alls hefur Aron Rafn leikið 84 landsleiki og skorað í þeim sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -