- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron úr leik og fer ekki á HM

Aron Pálmarsson og leikmenn íslenska landsliðsins mæta Ungverjum, Portúgal og Hollandi í á EM 2022. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi og heldur ekki í EM leikjunum við Portúgal sem framundan eru í vikunni. HSÍ staðfesti þetta í fréttatilkynningu fyrir stundu.

Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið sem kemur saman til fyrstu æfingar sinnar fyrir leikina í undankeppni EM síðar í dag. Aron er einn reyndasti og fremsti handknattleiksmaður heims og leikmaður stórliðs Barcelona.

Aron á að baki 149 landsleiki sem hann hefur skoraði í 579 mörk. Hans fyrsta stórmót með A-landsliðinu var EM 2010. Frá þeim tíma hefur Aron tekið þátt í öllum stórmótum landsliðsins að HM 2017 undanskildu og síðan HM sem framundan er.

Ástæða þess að Aron verður ekki með eru meiðsli á hné sem hann varð fyrir nokkru fyrir jól þegar hnéskeljasin á vinstra hné bólgnaði í leik Barcelona og Bidasoa.


Aron lék tvo leiki með Barcelona á milli jóla og nýárs í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eftir leikina kom hann heim til Íslands. Eftir því sem næst verður komist er staðan svo alvarleg á hnénu að Aron getur ekki með nokkru móti leikið handknattleik næstu vikur. Þess vegna þykir rétt að hreinsa loftið nú þegar í stað þess að bíða og vona fram á elleftu stundu.

Ekki verður kallaður inn leikmaður í stað Arons. Þar með eru 20 leikmenn í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni.

Þar með standa 20 leikmenn eftir í landsliðshópnum fyrir EM-leikina við Portúgal og fyrir HM. Þeir eru:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 31/0
Björgvin Páll Gústavsson, Haukum 230/13
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 18/0
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 71/165
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 18/31
Vinstri skyttur:
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 123/230
Magnús Óli Magnússon, Val 6/6
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern 35/92
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 24/32
Janus Daði Smárason, Göppingen 46/66
Hægri skyttur:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 181/719
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 7/13
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 47/129
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 11/21
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 114/332
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 28/52
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 52/69
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 6/4
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 145/178
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 42/20

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -