- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aronslausir FH-ingar unnu í Belgrad – Daníel skellti í lás

Jóhannes Berg Andrason og félagar í FH unnu í Belgrad í dag. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla með ævintýralegum sigri í Belgrad í dag á RK Partizan. FH vann síðari leikinn ytra í dag með sjö marka mun, 30:23, eftir jafntefli í Kaplakrika fyrir viku, 34:34. Leikurinn í dag var sá 100. hjá karlaliði FH í Evrópukeppni.

Daníel Freyr Andrésson markvörður fór hamförum í marki FH í leiknum á bak við frábær vörn. Daníel Freyr varði 15 skot, 39%, eftir að hafa verið með 44% markvörslu í fyrri hálfleik.

Það sem meira er að Aron Pálmarsson fór ekki með FH-liðinu út til Belgrad.

Ljóst að er að leikmenn FH hafa dregið drjúgan lærdóm af fyrri leiknum. Þá var varnarleikur liðsins slakur. Annað var svo sannarlega upp á teningnum í dag.

Daníel Freyr Andrésson markvörður FH. Mynd/J.L.Long


Staðan var 12:10 fyrir FH. Framan af síðari hálfleik voru FH-ingar með öll völd á vellinum og brutu leikmenn RK Partizan jafnt og þétt á bak aftur.

Frábær sigur hjá FH-liðinu í Belgrad. FH bætist þar með í hópinn með ÍBV og Val sem verða í pottunum þegar dregið verður til 32-liða úrslita Evrópubikarkeppninnar á þriðjudaginn.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 5, Einar Örn Sindrason 5, Birgir Már Birgisson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Atli Steinn Arnarson 1, Ágúst Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 15, 39,4%.

Fyrsti leikur karlaliðs FH í Evrópukeppninni gegn norska liðinu Fredensborg 1965 í Laugardalshöll, 19:15, og síðan aftur í Höllinni, 16:13.

Allt gekk upp hjá okkur

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -