Síðustu vikur hafa handknattleikslið á höfuðborgarsvæðinu ekki mátt æfa saman vegna hertra sóttvarnareglna. Hinsvegar hefur það ekki komið í veg fyrir að leikmenn liðanna gætu æft einir. Handbolti.is sendi nokkrum leikmönnum þrjár léttar spurningar í ljósi stöðunnar sem var uppi en væntanlega mega liðin byrja að æfa aftur í dag eða á morgun. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var ekkert að tvínóna heldur svaraði um hæl.
Hvernig heldur þú þér í leikformi?
Það er erfitt að halda sér í leikformi í æfingabanninu en maður reynir að halda sér í standi, það er halda í úthaldið, snerpuna, styrkinn og liðleikann sem maður hefur. Þetta geri ég með styrktaræfingum, hoppum, sprettum, hlaupum og liðkandi æfingum. Maður verður að vera duglegur að hugsa út fyrir kassann þegar handboltasalurinn og gymmin eru lokuð.
Æfir þú eftir prógrammi frá þjálfara þíns liðs?
Já, að sjálfsögðu.
Æfir þú einu sinni á dag eða oftar?
Einu sinni á dag og tek mér yfirleitt 1 frídag í hverri viku.