- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ásbjörn þarf að herða róðurinn til að ná Valdimar

Ásbjörn Friðriksson að skora eitt liðlega 1.400 mörkum sínum í efstu deild. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Valdimar Grímsson er markahæsti leikmaður efstu deildar karla í handknattleik frá upphafi vega. Valdimar, sem lék lengst af með Val en einnig KA, HK, Stjörnunni og Selfoss skoraði 1.903 mörk samkvæmt samantekt Óskars Ófeigs Jónassonar blaðamanns og tölfræðings sem birtist á Vísir.is í dag.


Fullyrt var í gærkvöld að FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson væri orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar með 1.414 mörk. Hann er í sjötta sæti á listanum og vantar 489 mörk upp á að jafna metin við Valdimar.


Bjarki Sigurðsson, leikmaður Víkings, Aftureldingar, FH, ÍR og HK, er næstur á eftir Valdimar með 1.760 mörk í efstu deild. Halldór Ingólfsson, Gróttu og Haukum, er í þriðja sæti með 1.648 mörk.

Þar á eftir koma Sturla Ásgeirsson, ÍR og Val, og Sigurður Valur Sveinsson, Þrótti, Val og Selfossi með 1.492 og 1.461.



Það eina sem kann að vera rétt í fullyrðingum gærkvöldsins er að Ásbjörn er e.t.v. markahæsti leikmaður efstu deildar frá 1995. Leikið hefur verið um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla frá árinu 1940.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -