- Auglýsing -
Í tengslum við æfingar yngri landsliðanna í handknattleik um síðustu helgi fór fram námskeið á vegum HR fyrir yngri landsliðsmenn. Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmethafi í spjótkasti og margreyndur Ólympíufari ræddi við ungmennin og miðlaði úr brunni reynslu sinnar sem íþróttmaður í allra fremstu röð í heiminum um árabil.
Fyrirlestur Ásdísar snerist um hugarþjálfun sem skiptir ekki síður máli en líkamleg þjálfun. Hún hafði frá mörgu að segja og miðla til yngra íþróttafólks sem er stíga sín fyrstu skref á íþróttabrautinni.
- Auglýsing -