Ásgeir Snær Vignisson skoraði 10 mörk þegar Víkingur vann HK2, 35:30, í síðasta leik liðanna á ársinu í Grill 66-deild karla í Safamýri í gærkvöld. Víkingar ljúka árinu í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig að loknum tíu leikjum. Ungt lið HK2 situr í næst neðsta sæti með tvö stig ásamt HBH.
Víkingar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda viðureignarinnar í Safamýri í gærkvöld. Þegar fyrri hálfleikur var að baki var forskot lærisveina Aðalsteins Eyjólfssonar sex mörk, 19:13. Í síðari hálfleik hélst munurinn meira og minna sá sami.
Í dag fara fram tveir síðustu leikir ársins í deildinni. Selfoss fær Hörð frá Ísafirði í heimsókn í Sethöllina klukkan 14. Klukkustund síðar sækir efsta lið deildarinnar, Þór, liðsmenn Vals2 heim á Hlíðarenda. Þór er það lið sem tapað hefur fæstum stigum fram til þessa, aðeins tveimur. Þór tapaði fyrir Víkingi í fyrstu umferð 20. september en hefur síðan ekki misstigið sig.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Víkings: Ásgeir Snær Vignisson 10, Igor Mrsulja 6, Sigurður Páll Matthíasson 5, Kristján Helgi Tómasson 4, Kristófer Snær Þorgeirsson 4, Halldór Ingi Jónasson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 6, Daníel Andri Valtýsson 3.
Mörk HK2: Örn Alexandersson 9, Ingibert Snær Erlingsson 5, Kristófer Stefánsson 5, Felix Már Kjartansson 4, Mikael Máni Jónsson 4, Elías Ingi Gíslason 1, Styrmir Hugi Sigurðarson 1, Viktor Bjarki Einarsson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 9.