- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átján ára bið Slóvena á enda – Serbar pakka niður

Leikmenn Króatíska landsliðsins fagna sæti í milliriðli. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Serba og Sviss hafa lokið þátttöku sinni á Evrópumóti kvenna í handknattleik eftir leiki þriðju og síðustu umferðar í kvöld. Serbar töpuðu fyrir Slóvenum með þriggja marka mun, 27:24, og biðu þar með lægri hlut í öllum leikjum sínum þremur í B-riðli mótsins. Átján ára bið Slóvena eftir sæti í milliriðlakeppni EM kvenna lauk þar með. Taka þeir tvö stig með sér í milliriðla. Þökk sé sigri á Dönum á föstudagskvöld.


Sviss lauk keppni á fyrsta Evrópumóti sínu í kvennaflokki með jafntefli við Króatíu, 26:26, í Ljubljana. Svissneska landsliðið fer reynslunni ríkara heima í fyrramálið eftir góða frammistöðu í kvöld gegn Króötum sem fara í milliriðil með tvö stig ásamt Ungverjalandi og Evrópumeisturum Noregs.

Tabea Schmid leikmaður Sviss að skora eitt marka sinna í leiknum við Króata. Mynd/EPA


Mörk Króatíu: Tena Japundza 6, Katarina Pavlovic 5, Stela Posavec 4, Kristina Prkacin 3, Dora Krsnik 3, Katarina Jezic 2, Paula Posavec 1, Sara Senvald 1, Andrea Simara 1.
Varin skot: Ivana Kapitanovic 5, 26% – Tea Oijevic 5, 29%.
Mörk Sviss: Mia Emmenegger 7, Daphne Gautschi 4, Tabea Schmid 4, Alessia Rinner 3, Kerstin Kundig 2, Xenia Hodel 2, Charlotte Kahr 2, Malin Altherr 1, Nuria Bucher 1.
Varin skot: Lea Schüpbach 9, 31% – Manuela Brütsch 3, 33%.

Sex mörk í röð

Serbar voru yfir að loknum fyrri hálfleik gegn Slóvenum í íþróttahöllinni í Celje, 15:13. Ana Gros og félagar í slóvenska landsliðinu sneru við taflinu í síðari hálfleik. Liðið skoraði fimm mörk í röð á stuttum kafla snemma í síðari hálfleik og náði þar með að komast tveimur mörkum yfir, 18:16.


Annað Evrópumótið í röð nær serbneska landsliðið ekki sæti í milliriðlum.


Mörk Slóveníu: Elizabeth Omoregie 6, Ana Gros 5, Tija Gomilar 4, Natasa Ljepoja 3, Nina Zulic 2, Alja Varagic 2, Tjasa Stanko 2, Tamara Mavsar 2, Nina Zabjek 1, Ema Abina 1.
Varin skot: Amra Pandzic 8, 33% – Branka Zec 1, 11%.
Mörk Serbíu: Sanja Radosavljevic 6, Jovana Stoiljkovic 4, Kristina Liscevic 4, Andjela Janjusevic 3, Ana Kojic 2, Jelena Lavko 2, Marija Petrovic 2, Teodora Majkic 1.
Varin skot: Jovana Risovic 4, 21% – Kristina Graovac 2, 14%.


Leikjadagskrá EM kvenna og staðan í riðlunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -