Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, er komið til Búdapest í Ungverjalandi þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða móti í dag, á morgun og á laugardaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem hefst í Podgorica í Svartfjallalandi 7. ágúst og lýkur 11 dögum síðar.
Íslensku piltarnir komu til Búdapest í nótt og mæta landsliði Ungverjalands klukkan 16 í dag. Næsti leikur verður á morgun gegn Slóvenum kl. 13.45. Í lokaumferðinni á laugardaginn mæta íslensku piltarnir landsliði Írans.
Ein breyting var gerð á leikmannahópi íslenska landsliðsins í gær. Marel Baldvinsson, Fram, varð að draga sig út úr hópnum vegna veikinda. Sæti Marels tók Ævar Smári Gunnarsson úr Aftureldingu.
Íslenski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Elías Sindri Pilman, Odder/BMI.
Jens Sigurðarson, Val.
Aðrir leikmenn:
Antoine Óskar Pantano, Gróttu.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Bernhard Kristján Owusu Darkoh, ÍR.
Dagur Árni Heimisson, KA.
Dagur Leó Fannarsson, Val.
Daníel Montoro, Val.
Garðar Ingi Sindrason, FH.
Harri Halldórsson, Aftureldingu.
Ingvar Dagur Gunnarsson, FH.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Magnús Dagur Jónatansson, KA.
Nathan Doku Helgi Asare, ÍR.
Stefán Magni Hjartarson, Aftureldingu.
Ævar Smári Gunnarsson, Aftureldingu.
Streymi frá leikjunum þremur verður m.a. aðgengilegt á handbolti.is. Fyrir neðan er hlekkur á leikinn í dag.